Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Ólafur Ragnar tekur á ný við embætti 1.ágúst
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður settur inn í embættið að nýju þann 1. ágúst næstkomandi eins og venjan er. Hefur hann þá setið í þrjú kjörtímabil.
Athöfnin verður í Dómkirkjunni og verður síðan haldið í Alþingi þar sem Ólafur Ragnar mun flytja ávarp. Fjallað var um dagskrá embættistökunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Ólafur Ragnar hefur verið farsæll forseti. Hann hefur farið nýjar leiðir í embættinu,beitt sér meira en fyrri forsetar fyrir útflutningsmálum og látið mikið að sér kveða í þeim málum og í vissum alþjóðamálum.
Björgvin Guðmundsson
Embættistaka forseta verður 1. ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.