Aflinn 9,5% minni í ár en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í júní, á föstu verði, var rúmlega 28% minni en í sama mánuði í fyrra. Aflinn hefur það sem af er árinu dregist saman um 9,5% miðað við sama tímabil 2007 sé hann metinn á föstu verði. Þetta eru bráðabirgðatölur frá Hagstofu Íslands. Aflinn var rúm 60.000 tonn í síðasta mánuði en ríflega 112.000 tonn í júní í fyrra.

Botnfiskafli dróst saman um tæp 14.000 tonn en um helmingur samdráttarins varð í veiði á úthafskarfa. Þorskaflinn dróst einnig saman um 3500 tonn og ýsuaflinn um tæp 900 tonn. Afli uppsjávartegunda í síðasta mánuði var rúm 30.000 tonn. Hann dróst saman um tæp 37.000 tonn frá júní í fyrra.

Þessi samdráttur stafar m.a.af niðurskurði á þorskkvóta.En að vísu hefur aflinn í heild dregist mun meira saman en þorskaflinn. Sjávarútvegurinn á í erfiðleikum um þessar mundir og væri full ástæða til þess að leyfa auknar þorskveiðar þar eð sjórinn er allur fullur af þorski,samkvæmt frásögn  sjómanna.

 

Björgvin Guiðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband