Málamiðlun í stóriðjumálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að gerð hafi verið málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn hvað varðar stóriðjuhlé sem boðað er í umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, „Fagra Íslandi“.

„Í „Fagra Íslandi“ var talað um að gera stóriðjuhlé og fyrir því voru tvær meginástæður. Önnur var sú að beðið yrði á meðan unnið yrði að gerð rammáætlunar um verndun og nýtingu náttúruauðlinda og það fór ekki inn í stjórnarsáttmála. Þess í stað var samið um aðra aðferðarfræði sem er að ekki verði farið inn á óröskuð svæði á meðan og þannig töldum við okkur ná fram sjónarmiðum náttúruverndar,“ segir hún og bætir við: „Hins vegar töldum við líka að vegna mikillar þenslu í hagkerfinu þá væri það til bóta fyrir hagkerfið að gera stóriðjuhlé. Og núna stöndum við bara í allt öðrum sporum.“(mbl.is)

Það er gott,að fá það fram hvað raunverulega gerðist í stóriðjumálum,þegar stjórnin var mynduð. Sú málamiðlun,sem gerð var er að mínu mati  skynsamleg.Ekki má. t.d. fara inn á nein óröskuð svæði. Það er vissulega náttúruvernd.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Sömdu um málamiðlun í stóriðjumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þau voru kosin út á fagra ísland. Það stendur ekkert eftir af þeim loforðum. Ekki skynsamlegt ef SF vill fá einhver atkvæði næst.

Villi Asgeirsson, 15.7.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband