Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Fjárhagur heimilanna þyngist.Margir leita til ráðgjafarstofu
Tugir manna hafa verið á biðlista eftir viðtali við ráðgjafa hjá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna undanfarna mánuði. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafastofunnar, hefur áhyggjur af ástandinu. Það hafa allir áhyggjur. Og það á sjálfsögðu við um okkur, sem erum að aðstoða fjölskyldur í erfiðleikum," segir Ásta.
Í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær skoraði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á bankana að sýna fólki í fjárhagserfiðleikum skilning og koma til móts við það með greiðsluaðlögun. Jóhanna óttast að staða skuldara versni á næstu mánuðum. Þessar áhyggjur tekur Ásta undir og segir augljóst að blikur séu á lofti. Hún telur að bankarnir sýni fólki í fjárhagserfiðleikum skilning. Þeir taki til dæmis þátt í rekstri á Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. En svo á bara eftir að koma í ljós í haust hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt í því," segir Ásta.
Ráðgjafastofan lokaði vegna sumarleyfa þann 7. júlí síðastliðinn en verður opnuð aftur þann 5. ágúst. Ásta býst við að hún þurfi þá að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurn.
Þessi lýsing kemur ekki á óvart. Lífskjörin hafa farið hríðversnandi,afborganir af lánum hafa rokið upp,eldsneytisverð hefiur stórhækkað og matvælaverð rýkur upp. Fólk stendur ekki undir þessu. Í gær sagði Ríkisútvarpið frá því,að gjaldþrotahrina væri skollin á!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.