Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Ásmundur mótmælir kvótakerfinu í verki
Þyrla Landhelgisgæslunnar færði Guðrúnu GK-313 til hafnar í Sandgerði en báturinn var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 20 sjómílur út frá Sandgerði.
Um er að ræða bát Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns frá Sandgerði, en hann hefur undanfarnar vikur róið án þess að hafa veiðiheimildir og ekki farið leynt með það. Með þessu vill hann mótmæla kvótakerfinu og þeim mannréttindabrotum, sem hann telur felast í því.
Lögreglumenn tóku skýrslu af Ásmundi þegar hann kom til hafnar í kvöld. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta, að Ásmundur hafi verið með nokkur hundruð kíló af þorski og ufsa og nokkra karfa, allt utan kvóta.( mbl.is)
Ásmundur segir,að kvótinn sé eign þjóðarinnar og þess vegna eigi hann rétt á að veiða.Þeir,sem séu
að selja kvóta séu að höndla með þýfi.Ásmundur er sönn hetja.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bátur á ólöglegum veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ásmundur er eflaust hinn vænsti maður, en það er engin hetjudáð að brjóta landslög.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.