Fátæku fólki fjölgar í heiminum

Þrátt fyrir hagvöxt liðinna ára, fjölgar fólki sem býr við örbirgð í 49 fátækustu löndum heims. Þetta kom fram á þingi um viðskipti og þróunarmál sem Sameinuðu þjóðirnar halda.

Hagvöxtur í löndunum hefur verið á bilinu 7 til 8% undanfarin ár, en það hefur ekki dregið úr fátækt. Þrír fjórðu íbúa fátækustu landanna eru enn með tvo dollara eða minna í tekjur á dag, sem er ekki talið nóg til lágmarksframfærslu. Þó fækkar þeim sem búa við algjöra fátækt, það er, hafa minni tekjur en einn bandaríkjadollar á dag. Árið 1994 bjuggu 44% íbúa landanna við algjöra fátækt en 36% árið 2005.

  Jafnframt var sagt á þinginu í dag að hækkanir á matvælum undanfarið setji þær litlu framfarir sem hafa orðið í löndunum undanf ár í hættu. (mbl.is)

Það er eitt brýnasta verkefni iðnríkjanna og vel efnaðra ríkja heims að hjálpa fátæku þjóðunum og útrýma fátækt í heiminum.Þó ríkar þjóðir verði alltaf ríkari og ríkari opg hagvöxtur aukist eykst fátækt i  heiminum.

 

 

 

 

Björgvn Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það þarf pening til að búa til pening þetta sannar þá kenningu. Lykilinn af því að uppræta fátækt eru frjáls viðskipti með vörur sem fátæku löndin geta framleit t.d landbúnaðarafurðir.

Skattborgari, 18.7.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband