Sunnudagur, 20. júlí 2008
Bubbi gagnrýnir Björk
Bubbi hefur gagnrýnt Björk fyrir að hafa helgað náttúruvernd tónleikana,sem hún hélt fyrir skömmu ásamr Sigurrós.Segir hann,að nær hefði verið að helga tónleikana baráttu gegn fátækt.Mér finnast þessar athugasemdir Bubba ósmekklegar. Ég tel,að þetta hafi verið frábært framtak hjá Björk og vissulega vel viðeigandi,að berjast fyrir náttúruvernd í tengslum við tónleikana.Ef einhver listamaður vill berjast fyrir einhverju málefni í tengslum við tónleika verður hann auðvitað að ráða því sjálfur hvaða málefni hann tekur fyrir.Víst er barátta gegn fátækt verðugt málefni en Bubbi sjálfur eða einhver annar listamaður gæti tekið það mál fyrir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.