VG vill kalla þingið saman um efnahagsmálin

Þingflokkur Vinstri grænna fer fram á að Alþingi komi saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðu og horfur í efnahags- og atvinnumálum og hvað vænlegast er að gera til að verja þjóðarbúið frekari áföllum og endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

Þetta kemur fram í bréfi sem þingflokkurinn hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, Gunnari Svavarssyni, formanni fjárlaganefndar, og Pétri Blöndal, formanni efnahags- og skattanefndar.

Á fundi sínum í morgun samþykkti þingflokkurinn einnig ályktun um stöðu efnahagsmála. Þar segir að þær ,,alvarlegu" horfur sem nú eru í efnhags- og atvinnumálum hafi verið fyrirsjáanlegar og flokkurinn hafi varað við þeim allt frá árinu 2004.

Það er skynsamlegt að kalla þingið  saman sem fyrst. Ég er raunar þeirrar skoðunar,að þingið eigi að sitja allt árið. Það á aðeins að taka eðlilegt sumarleyfi,t.d. 6 vikur en að öðru leyti á það að sitja að störfum.Þingmenn þurfa ekki lengra sumarleyfi en aðrir landasmenn. Gömlu rökin um að  þingmenn þyrftu að fá leyfi frá þingstörfum til þess að hitta kjósendur eiga ekki lengur við. Þeir geta hitt kjósendur þó þingið starfi.

 

Björgvin Guðmundsson

,,."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband