Morgunblaðið vill meiri einkavæðingu

Morgunblaðið kvartar yfir því í Reykjavíkurbréfi,að ekkert hafi orðið úr einkavæðingu að undanförnu.Minnist blaðið á nokkur fyrirtæki,sem það telur að ætti að einkavæða svo sem Íslandspóst og Leifsstöð. Það á ekki að einkavæða bara til þess að einkavæða. Bæði þessi fyrirtæki ,sem blaðið nefnir eru vel komin í höndum ríkisins. Reikna má með,að póstþjónusta yrði mun verri ef hún væri einkavædd. Það hefur nokkuð borið á því,að íhaldið vildi einkavæða fyrirtæki,sem gengið hafa vel í höndum ríkisins. Nefna má sem dæmi Landsíma Íslands. Hann var sem ríkisfyrirtæki mjög vel rekið fyrirtæki og því bar enga nauðsyn til þess að einkavæða fyrirtækið  nema þá til þess að koma gróðanum í hendur einkaaðila.Rekstur fyrirtækisins batnaði ekki við einkavæðingu en þjónustan versnaði.Það hefði mátt hafa fyriirtækið  ríkisfyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð og sjálfstæðan fjárhag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband