Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Hjúkrunarfræðingqr samþykktu nýjan kjarasamning
Félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í atkvæðagreiðslu kjarasamning við fjármálaráðuneytið með 91% greiddra atkvæða. Samningurinn var undirritaður 9. júlí sl. og með honum var boðuðu yfirvinnubanni aflýst, en talið var að það gæti haft mikil áhrif á sjúkrastofnanir.
Alls voru 2074 félagsmenn í Fíh á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1317 eða 63,5%. Já sögðu 1198 eða 91%, nei sögðu 119 eða 9%.
Samkvæmt samningnum hækka dagvinnulaun reynds hjúkrunarfræðings um tæp 14%. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hækka um rúm 15%.(mbl.is)
Það er ánægjulegt,að hjúkrunarfræðingar skyldu samþykkja nýjan kjarasamning og að deilan skyldi leysast. Launahækkun upp á 14-15% má ekki minni vera.Starf hjúkrunarfræðinga er mjög mikilvægt og hefur verið of lágt launað.
Björgvin Guðmundsson
Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.