Tregðast við að lækka bensín og olíuvörur

Tonn af 95 oktana blýlausu bensíni kostaði á markaði í Rotterdam 1028 dali á þriðjudag. Þá hafði það lækkað um tæpa 155 dali, 13%, frá því að hæsta verð mánaðarins náðist á mánudag í síðustu viku, hinn 14. júlí. Sama dag var hæsta heimsmarkaðsverð á hráolíu skráð en í viðskiptum innan dags fór fatið af hráolíu upp fyrir 147 dali. Á þriðjudag var dagslokaverð á hráolíu um 128 dalir, 12% lægra en dagslokaverð 14. júlí, sem var 145,2 dalir.

Þrátt fyrir þetta hefur verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hérlendis aðeins lækkað um 5 krónur síðan 14. júlí miðað við upplýsingar á vef Skeljungs, sem eitt íslensku olíufélaganna býður upp á sögulegar verðupplýsingar á vefnum. Fimm króna lækkun jafngildir 3% miðað við verðið 14. júlí.

„Við höfum verið að bíða eftir birgðatölum frá Bandaríkjunum. Þær koma á miðvikudögum í hverri viku og í kjölfarið getur heimsmarkaðsverð sveiflast mikið,“ segir Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, og segist ekki telja Skeljung hafa brugðist treglega við breytingum á heimsmarkaðsverði. Skömmu síðar lækkaði Skeljungur verð á eldsneyti um 2 krónur.

 

Inntur eftir því hvort félagið hefði brugðist við verðhækkun á markaði með verðhækkun, á meðan beðið væri eftir birgðatölum segir hann þá spurningu ekki eiga við þar sem verð hækkaði ekki á heimsmarkaði.

„Við bjóðum ætíð samkeppnishæft verð á eldsneyti,“ segir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringar hjá Olís, og bendir á að félagið hafi dregið til baka 4 króna verðhækkun í liðinni viku þar sem keppinautar þess hækkuðu verð minna en Olís. Þar með hafi félagið tekið á sig hluta af verðhækkunum.

 

Þess er skemmst að minnast að þegar Olís hækkaði verð um 6 krónur í liðinni viku sagði Samúel í samtali við mbl.is: „Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við breytingar á heimsmarkaði.“ Þá hafði heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um 85 dali á tonnið að sögn Samúels.(mbl.is)

Að mínu mati tregðast olíufélögin við að lækka verð á olíuvörum en hækka fljótt ef verð hækkar ytra.Það er mikil spurning hvort verðlag á olíuvörum á að vera  frjálst. Ef olíufélögin kunna ekki með frjálsa  verðlagningu að  fara munu þau missa hana.

 

Björgvin Guðmundsson

»

mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband