Föstudagur, 25. júlí 2008
Við eigum að sniðganga opnunarhátíð Olympíuleikkanna
Forseti Íslands og menntamálaráðherra ætla að vera viðstödd opnunarhátíð Olympíuleikanna.Það er miður. Við hefðum átt að sniðganga setningarathöfnina í mótmælaskyni við mannréttindabrot Kínverja. Það er sjálfsagt að taka þátt í leikunum og það gera Íslendingar með myndarlegri þáttöku en það er engin þörf á því að mæta við setninguna.Kínverjar hafa framið alvarleg mannréttindabrot í Tíbet og í Kína. Síðan bætist við nú,að þeir hafa sett fáránlegar reglur um leikana. T.d. er þeim bannaður aðgangur sem haldnir eru geðveiki og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Það er einnig brot á mannréttindum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.