Mc.Cain gagnrýnir Berlínarræðu Obama

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, gagnrýndi keppinaut sinn Barack Obama í kvöld fyrir að halda pólitíska ræðu í Berlín.

McCain fékk sér snæðing á matsölustað í Ohio og gaf sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn. Hann skaut á keppinaut sinn, Barack Obama frambjóðanda demókrata, sem fyrr í kvöld hélt ræðu í Berlín fyrir framan tugi þúsunda manna. McCain sagðist svo sannarlega einnig vilja halda ræðu í Berlín. Hann kysi þó að gera það sem forseti en ekki forsetaframbjóðandi. Hann benti á að hann væri nú á ferðalagi um Bandaríkin að tala um málefni sem snerti alla Bandaríkjamenn.

Það vakti eftirtekt að matsölustaðurinn var þýskur og menn veltu því fyrir sér hvort það væri tilviljun ein. Einnig að McCain hafi keypt útvarpsauglýsingar í borgunum Berlín í Pennsylvaníu, Berlín í New Hampshire og Berlín í Wisconsin. Ferðalag Barack Obama um Evrópu og miðausturlönd hefur vakið gríðarlega fjölmiðlaathygli og vinsælustu fréttamenn Bandaríkjanna elta Obama hvert fótmál. Ferðalög McCains vekja hinsvegar mun minni eftirtekt.  McCain vonast til þess að með því að einblína á Bandaríkin muni hann vinna sér inn atkvæði þeirra Bandaríkjamanna sem lítinn áhuga hafa á utanríkismálum.

Ég tel,að Obama vinni McCain í forsetakosningunum síðar á þessu ári.Baráttan verður þó mjög hörð.Fram að þessu hefur Obama haft meira í skoðanakönnunum.Ferð hans til Asíu og Evrópu mun einnig áreiðanlega færa honum einhver atkvæði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum bara rétt vona að einn enn Republikaninn fari ekki í Hvíta húsið, það gæti stórskaðað efnahagslíf heimsins.

Valsól (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband