Verðbólgan 13,6%

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% sem jafngildir 13,6% verðbólgu á ári. Verðbólgan er hins vegar 13,5% ef húsnæðislið er sleppt. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2008 hækkaði um 0,94% frá fyrra mánuði og er 310,0 stig og. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 278,3 stig og hækkaði um 0,87% frá júní.

Sumarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6%. Verð á nýjum bílum hækkaði um 5,3%, en á bensíni og díselolíu um 2,0%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,2% og verð á húsgögnum og heimilsbúnaði hækkaði um 6,4%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,1%. Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,11% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,08%.

Samkvæmt þessu  er verðbólgan enn að hækka og háir vextir Seðlabankans virðast ekkert gagnast í baráttunni við verðbólguna. Fólki blæðir,lánin og afborganir hækka stöðugt,eldsneytið hækkar og matvælin hækka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband