Ferðalöngum Samfylkingar leist illa á áform Landsvirkjunar í neðri Þjórsá

Á fjórða tug Samfylkingarmanna lagði í gær land undir fót í boði heimamanna við neðanverða Þjórsá, skoðaði áformað virkjanasvæði við ána og hélt spjallfund með baráttumönnum gegn framkvæmdunum. Ferðin heppnaðist hið besta og leist ferðalöngum illa á áform Landsvirkjunar um þrjár og jafnvel fjórar virkjanir í ánni frá Þjórsárdal að vatnsmesta fossi landsins, hinum volduga Urriðafossi. Ungir jafnaðarmenn og Græna netið sáu um undirbúning ferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en leiðsögumaður var Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður.

Samfylkingarfólkið ók sem leið liggur í Skaftholt, sambýli og líffrænt bú rétt við Núpsbæina þar sem Aaltje Bakker og Guðfinnur Jakobsson tóku á móti gestunum ásamt hópi heimamanna. Þar var fyrir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og ráðherra að loknum ágætum léttum málsverði í boði Skaftholtsbænda hóf hann spjallfund um Þjórsármálin en þeim fundi stjórnaði Sigþrúður Jónsdóttir, einn af forystumönnum Sólar á Suðurlandi.

Fróðlegt verður að sjá hvort ferð Samfylkuingarinnar að neðri Þjórsá mun hafa áhrif á afstöðu flokksins til virkjunaráforma þar.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband