Mikill ágreiningur um Bitruvirkjun

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir alveg ljóst, að Bitruvirkjun hafi verið slegin af meðan á samstarfi núverandi borgarstjórnarmeirihluta stendur. Yfirlýsingin er send vegna ummæla Kjartans Magnússonar, formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, í Fréttablaðinu, um að ekki hafi verið hætt við virkjunina heldur hafi undirbúningi verið hætt á meðan málið sé skoðað betur. 

Yfiirlýsingin er eftirfarandi:

„Um árabil hefur Framsóknarflokkurinn haft lykilstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur til að koma í veg fyrir að þau umhverfissjónarmið sem lágu til grundvallar því að Bitruvirkjun var slegin af næðu fram að ganga. Sama hefur raunar gilt varðandi önnur orku- og virkjanamál á vettvangi borgarstjórnar Reykjavikur þar sem R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun. Ýmis önnur umhverfissjónarmið eins og til dæmis verndun menningarminja og gamallar byggðar hafa einnig átt undir högg að sækja í borgarstjórn Reykjavíkur af sömu orsökum. Í því sambandi má nefna að Vinstri grænir þurftu í valdatíð R listans að ganga á bak orða sinna í húsverndarmálum. Ég hef hins vegar ekki hugsað mér að framfylgja annarri stefnu í umhverfismálum eftir að ég varð borgarstjóri en þeirri sem ég hef staðið fyrir frá því ég var í minnihluta í borgarstjórn.

Það er alveg ljóst að Bitruvirkjun hefur verið slegin af.Vangaveltur um annað eru óþarfar á meðan núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks er við stjórn borgarinnar, enda er ákvörðunin í samræmi við þær grænu áherslur sem kveðið er á um í málefnasamningi meirihlutans."(mbl.is)

Þeir Kjartan Manússon formaður OR og forstjóri OR hafa báðir lýst því yfir,að Bitruvirkjun hafi aðeins verið frestað en hún hafi ekki verið slegin alveg af. Nú er aðeins eftir að sjá hvor aðilinn hefur betur: Borgarstjóri eða forusta OR.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband