Bankarnir í erfiðleikum

Skuldatryggingarálag bankanna hefur hækkað  að undanförnu,einkum hjá Kaupþingi og Glitni. Af þeim sökum hafa átt sér stað umræður erlendis um erfiðleika íslensku bankanna.Bankarnir eru mjög skuldsettir og hafa farið nokkuð geyst í lántökur erlendis,bæði til þess að fjármagna eigin fjárfestingar og annarra.Það mundi hjálpa bönkunum mikið ef Seðlabankinn tæki stóra lánið,sem Alþingi heimilaði.Jafnvel þó bönkunum yrði ekkert lánað af þessu fjármagni mundi það hafa góð áhrif,ef peningarnir lægju inni í Seðlabankanum og styrktu gjaldeyrisvarasjóðinn.Það mundi bætu stöðu bankanna og ríkisins erlendis.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband