Laugardagur, 26. júlí 2008
Reynisfjara getur verið stórhættuleg
Almenningi verður meinaður aðgangur að Reynisfjöru verði þar ekki komið upp viðvörunarskilti, að sögn Ólafs Steinars Björnssonar, eins stærsta eiganda fjörunnar. Hann vill að Ferðamálastofa standi straum að kostnaði við gerð og uppsetningu skiltisins.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er málið í vinnslu og skilti og bjarghringir verða sett upp.
Þriðjudaginn síðasta voru þýsk hjón hætt komin vestan við Dyrhólaey þegar brimalda hrifsaði þau með sér. Fréttaflutningur var hins vegar á þá leið að atvikið hefði átt sér stað í Reynisfjöru, og sköpuðust umræður um hvort ekki þyrfti að setja þar upp viðvörunarskilti til handa ferðamönnum. (mbl.is)
Nayðsynlegt er að drífa upp skilti til viðvörunar í fjörunni. Slys hafa orðið þarna og aldan er mjög hættuleg,einkum fyrir útlendinga sem eru ókunnugir þar.
Björgvin Guðmundsson
Skilti verða sett upp við Reynisfjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.