Haldið verði aftur af gjaldskrárhækkkunum

Ríki og sveitarfélög ættu að íhuga vandlega hvort þörf sé fyrir gjaldskrárhækkanir, segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög eigi að axla sinn hluta ábyrgðarinnar í baráttunni gegn verðbólgu með því að halda aftur af hækkun gjalda fyrir þjónustu sem einkum tengist skólum og frístundastarfi barna.

Nú fer í hönd sá tími þegar gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu hins opinbera eru endurskoðaðar. Þegar um er að ræða gjöld fyrir þjónustu mælast allar hækkanir á gjáldskrám í vísitölu neysluverðs og koma þar af leiðandi fram í verðbólgunni.

 Metverðbólga mælist nú, 13,6% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri frá því að þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir 1990.

Í þeirri samningsgerð, sem einkum var að frumkvæði forystumanna vinnuveitenda annars vegar og launþega hins vegar, tókst að kveða niður verðbólguna svo kyrfilega að hún hefur ekki látið alvarlega á sér kræla fyrr en nú í sumar.

Hugmynd  hagfræðings ASÍ um að opinberir aðilar haldi aftur aF gjaldskrárhækkunum er góð. Það er nauðsynlegt að gera allt sem m0gulegt er til þess að  halda aftur af verðbólgunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband