Er fasteignamarkaðurinn að vakna?

Það er greinilegt að það stefnir í að júlímánuður verði heldur stærri hjá okkur en mánuðirnir á undan, bæði hvað varðar fjölda útlána og útlán í krónum talið,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.

Hann gerir ráð fyrir að afnám stimpilgjalda og hækkun hámarkslána sjóðsins skýri aukninguna. Nákvæmar tölur um aukninguna segir hann ekki hægt að gefa upp fyrr en eftir mánaðamótin næstu. „En það er sýnilegt að það hefur lifnað yfir markaðnum.“(mbl.is)

Vonandi er það rétt,að það sé að lifna yfir fasteignamarkðnum. En þó er ljóst,að framvindan fer einnig eftir efnahagsástæðum. Ef niðursveiflan heldur áfram þá er hætt við að fasteignamarkaðurinn liggi einnig niðri.Ef fólk missir vinnuna eða tekjur dragast mikið saman er erfitt að standa í fasteignakaupum.Ástandið á byggingamarkaðnum er mjög erfitt um þessar mundir og útlitið slæmt. Hætt er við miklum samdrætti í þeirri grein og sá samdráttur er byrjaður með uppsögnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fasteignamarkaðurinn vaknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband