Málamiðlun í Doha viðræðunum

Sex ríki sem gegna lykilstöðu í Doha samningaviðræðunum í Genf auk Evrópusambandsins hafa nú gert tillögu að málamiðlun um breytingar á millilandaverslun með landbúnaðarafurðir og iðnvarning. Málamiðlunin var yfirfarin af 35 stærri ríkjum og verður í dag lögð fyrir öll 153 ríkin sem standa að baki Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Málamiðlunin gengur út á að dregið verði úr landbúnaðarstyrkjum um 70 prósent í Bandaríkjunum og um 80 prósent í 15 ríkjum Evrópusambandsins. Landbúnaðartollar myndu einnig lækka en þeir myndu þó lækka minna á afurðum sem taldar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir afnámi tolla.

Þróunarlöndin fengju að skilgreina 12 prósent af tollflokkum sem viðkvæma til að tryggja afkomu fólks, matvæalaöryggi og þróun í dreifbýli.

Einstök lönd mega þó hækka tolla við sérstakar aðstæður svo sem til að bregðast við miklum verðbreytingum eða stórauknum innflutningi en áður þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði.

Ekki eru allir hrifnir af því að skylda þróunarríkin til að minnka innflutningstolla. John Hillary, framkvæmdastjóri samtakanna Stríð gegn skorti, segir málamiðlunina stórhættulega fyrir afkomu milljóna manna og helst þjóna stórfyrirtækjum.

Þetta er mjög merkur áfangi í viðræðunum og ef málamiðlunartillagan verður samþykkt  næst góður árangur.Það er lengi búið að vinna að því að brjóta niður tollmúra i viðskiptum með búvörur og hefur gengið mjög lítið.Ísland verður að búa sig undir að lækka tolla á innfluttum búvörum og sæta aukinni samkeppni. Við eigum að geta staðist hana.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband