Mannréttindabrot aukast í Kína

Amnesti International hefur birt nýja skýrslu um ástand mannréttindamála í Kína. Samkvæmt henni hefur ástand mannréttindamála ekkert batnað í Kína. Þvert á móti hefur það versnað.Þegar ákveðið var að leyfa Kína   að halda olympíuleikkana á þessu ári lofaði Kína að bæta ástandið í´mannréttindamálum.Ekki hefur verið staðið við það.Handtökur hafa aukist og brot gegn fjölmiðlum eru mikil m.a. vegna olympíuleikanna.Það eina,sem Kínverjar skilja og taka mark á er hörð gagnrýni alþjóðasamfélagsins.Allir þjóðhöfðingjar og ráðherrar erlendra rikja hefðu átt að sniðganga opnunarhátíð olympíukeikanna.Það er slæmt að forseti Íslands og menntamálaráðherra skuli fara á opnunarhátíðina,þegar fyriur liggur að mannréttindabrot hafa aukist í Kína.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband