Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Ólafur F, sprengdi sjálfur meirihlutann
Það sem nú er að koma fram í dagsljósið í skipulagsmálum í Reykjavík, sýnir svo ekki verður um villst hvers vegna síðasti borgarstjórnarmeirihluti sprakk. Þetta er mat borgarstjórans á heitum borgarmálum, svo sem Listaháskóla og Bitruvirkjun. Það voru ekki málefnalegar forsendur til að halda samstarfi áfram, segir Ólafur F. Magnússon.(mbl.is)
Þetta segir Ólafur F.,þegar allir vita,að hann sjálfur sprengdi meirihlutann vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bauð honum borgarstjórastólinn.Það hafði ekkert með skipulagsmál að gera,að meirihlutinn sprakk. Hann sprakk vegna þess að íhaldið keypti Ólaf með borgarstjórastólnum. Ef ástæður hefðu verið málefnalegar þá hefði Ólafur latið reyna á þær í fyrri meirihluta.Það gerði hann ekki. Og ef hugsjónir og málefni hefðu setið í fyrirrúmi þá hefði Ólafur F.ekki farið fram á borgarstjórastólinn, Þá hefði honum dugað að koma fram sínum málefnum.
Björgvin Guðmundsson
Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Persónulega finnst mér núverandi borgarstjóri ómerkilegasti og óheiðarlegasti stjórnmálamaður íslands í dag. Það langar mörgum að flytja lögheimili sitt frá Reykjavík í dag, þar á meðal mér.
Stefán (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.