Mest gjaldþrota.50-60 manns fá ekki laun

Stjórn Mest fór í gær fram á það,að fyrirtækið  yrði tekið til gjaldþrotaskipta.50-60 manns vinna hjá féklaginu og mun þeir engin laun fá útborguð um mánaðamótin.21.júlí tók Glitnir yfir steypustöðvar félagsins,hellusteypu og verslun með múrvörur. Var nýtt félag,Steypustöðin Mest stofnað um þessa starfsemi. En annar rekstur var í höndum nýs félags Tæki,tól og byggingavörur ehf,

 Mönnum þótti nokkuð mikill uppgangur vera við Suðurlandsveg þegar þar reis mjög stór byggingarvöruverslun. Ljóst er,,að fyrirtækið fór of hratt. Svo hefur verið með mörg fleiri fyrirtæki að undanförnu. Þau byggja og byggja  nýjar verslanir og nýja starfsemi en  hugsa ekki nóg um hvort grundvöllur er fyrir rekstrinum.Ljóst er,að mikill samdráttur er nú að verða í byggingariðnaðinum og það mun bitna á fyrirtækjum í þeirri grein,bæði byggingarverktökum og þjónustufyrirtækjum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband