Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mallorka veður á Íslandi
Spáð er 22 stiga hita og sólskini á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt vef Veðurstofunnar, en spáin fyrir Húsafell hljóðar upp á heilar 29 gráður og sól.
Strax á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir að heldur slái á hitann, og mega höfuðborgarbúar jafnvel búast við vætu á morgun.
Svipaða sögu er að segja af veðurspánni fyrir helgina, heldur minni hiti en vænta má í dag, og jafnvel væta víða um land.(mbl.is)
Þetta er sannkallað Mallorka veður. Það er nóg fyrir landann að fara upp að Húsafelli.Það má spara sér Mallorka ferðina. Einnig má fara a Þingvöll en þar var 25 stiga hiti í gær og verður áreiðablega mjög gitt í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.