Föstudagur, 1. ágúst 2008
Eldri borgarar: Hungurlúsin komin!
Nú um mánaðarmótin fengu eldri borgarar hungurlúsina,sem búið er að hamra á allt frá landsfundi Sjálfstæðiflokksins fyrir kosningar 2007.Þar á ég við 25 þús. kr. sem ekki verða nema 9 þús. kr. þegar búið er að taka skatta og aðrar skerðingar af.Tilkynnt var,að þeir,sem ekkert hefðu úr lífeyrissjóði ættu að fá 25 þús.kr. En það var blekking.Menn fá að hámarki 9 þús. kr. eftir skatta.
Nú er Tryggingastofnuin að senda út endurkröfubréf og krefja bótaþega um endurgreiðslur.Sagt er,að menn hafi fengið greitt of mikið frá TR. Dæmi eru um það nú að menn fái bréf um að þeir fái 12-16 þús. kr. fyrir skatta frá ríkinu en um leið fá þeir bréf frá Tryggingastofnun um að þeir eigi að greiða stofnuninni til baka jafnaháa upphæð eða hærri. Það er sem sagt tekið með annarri hendinni það sem látið er með hinni,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.