Forsætisráðherra vill hraða framkvæmdum við Bakka

Forsætisráðherra segir mikilvægt að hraða framkvæmdum vegna álvers á Bakka. Sjálfur muni hann beita sér fyrir því. Umhverfisráðherra segist ekki eiga lokaorðið um það hvort álver rís á Bakka, heldur sveitarfélög og fyrirtæki sem í hlut eiga. Það sé ekki markmið með úrskurðinum að koma í veg fyrir framkvæmdirnar.

Umhverfisráðherra úrskurðaði í gær að allar framkvæmdir tengdar álveri á Bakka við Húsavík yrðu að fara sameiginlega í umhverfismat. Ráðherrann ógilti jafnframt ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá því í febrúar, um að slíkt mat þyrfti ekki að fara fram.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt sé að auka verðmætasköpun og senda þau skilaboð að vel sé tekið á móti þeim sem vilji fjárfesta á Íslandi. Margir hafa hvatt til þess að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir til að örva efnahagslífið. Geir segir að það hrikti ekki í stjórnarsamstarfinu vegna úrskurðarins.

Geir vonast til að framkvæmdaaðilar uni úrskurðinum og ljúki umhverfismati eins fljótt og kostur er. Hann ætlar að beita sér fyrir því að hraða málinu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að með úrskurðinum sé hún ekki að koma í veg fyrir að álver rísi á Bakka.

Þórunn segir það ekki ákvörðun umhverfisráðherra hvort af framkvæmdum verði heldur sveitarfélaga og fyrirtækjanna sem í hlut eiga. Þórunn segist hafa hafnað því að fram færi heildstætt mat á áhrifum álvers í Helguvík vegna þess að þegar kæran barst hafi undirbúningur verið of langt á veg kominn.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og flokksbróðir Þórunnar skrifaði nýverið undir viljayfirlýsing um álverið á Bakka. Þórunn segir ekki óeiningu innan Samfylkingarinnar.

Ljóst er,að ágreiningur er milli ráðherranna um álver við Bakka.Sá ágreingur fer ekki eftir flokkslínum.Líklegt er  álverið rísi en það verður síðar en reiknað var með. Ekkert liggur á að koma þessu álveri upp. Það má bíða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband