Forsetinn settur í embætti

Ólafur Ragnar Grímsson var settur inn í embætti forseta Íslands í fjórða sinn í dag. Innsetningarathöfnin hófst með helgistund í Dómkirkjunni að viðstöddum ráðherrum og ríkisstjórn, fyrrverandi forseta, sendiherrum erlendra ríkja og æðstu embættismönnum þjóðarinnar. 

Athöfnin hófst með lúðrablæstri á Austurvelli kl. 15 en kl. 15:30 hófst helgistundin í dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti hugvekju.(mbl.is)

Forsetinn flutti ágæta ræðu við athöfnina.Hann lagði áherslu á,að Íslendingar mundu eins og áður vinna sig út úr erfiðleikunum.Mér fannst vanta í ræðuna,að margir eiga nú um sárt að binda vegna uppsagna og annarra erfiðleika í efnahagsmálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Forsetinn settur í embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mér fannst forsetinn standa sig afskaplega vel í dag.

Ég vildi óska að fleiri stöppuðu stálinu í landsmenn á sama hátt og hann gerði í dag.

Aldrei sem fyrr þurfum við á bjartsýnu, hugmyndaríku og duglegu fólki að halda.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.8.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband