10.000 á hátíðinni í Eyjum

Áætlað er að allt að tíu þúsund manns sæki þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið. Hún var sett í dag og í kvöld streymdi fólk í Herjólfsdal til að taka þátt í kvöldvökunni og dansleikjum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og var ekki annað að sjá en að fólki líkaði vel það sem boðið var upp á.

Þjóðhátíð var sett formlega í dag. 

 

„Þú sleppir ekki þjóðhátíð ótilneyddur," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem var mættur í brekkuna með fjölskyldu sína.

„Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, tók í sama streng. „Mér líst vel á þetta enda spáin góð fyrir helgina. Hér er óvenju margt fólk en það er hingað komið til að skemmta sér og eiga ánægjulega helgi. Það og góða veðrið er ávísun á frábæra þjóðhátíð."(mbl.is)

Það er gaman að aðsókn skuli vera svona góð að hátíðinni í Eyjum. Hún er löngu orðinn fastur púnktur í hátíðinni um verslunarmannahelgina.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Búist við 10.000 í Herjólfsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Lífið er auðvitað yndislegt eins og segir í laginu er það ekki ?

Þórarinn Guðmundsson, 2.8.2008 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband