Ágreiningur um heildarmat á framkvæmdum við Bakka

Talsverður ágreiningur eru um þá ákvörðun umhverfisráðherra að láta fara fram heildarmat á umhverfisáhrifum vegna álvers við Bakka og virkunarframkvæmda vegna álverksmiðjunnar.Þeir sem gagnrýna ákvörðunina harðast segja,að það sé verið að stöðva byggingu álverksmiðjunnar. Harðasta gagnrýnin hefur komið frá Valgerði Sverrisdóttur og Kristáni Þór Júlíusssyni.Þsð er auðvitað alrang,að það sé verið að stöðva álverksmiðjuna. Hún kann að frestast um nokkrar vikur. En það getur orðið allri framkvæmdinni til góðs að kanna vel öll umhverfisáhrifin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er erfitt að ganga hart að Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra vegna ákvörðunar hennar um heildstætt mat á álvers- og virkjanaframkvæmdum fyrir norðan. Enginn efast um valdheimildir hennar til ákvörðunarinnar. Fáir vilja halda því beinlínis fram að heildstætt umhverismat sé á einhvern hátt óskynsamlegt eða með öllu óþarft. Ekki hefur verið í ljós leitt að af framkvæmdunum verði ekki vegna þessarar ákvörðunar. Í samanburðinum við Helguvík virðist þau geta vel staðist, rökin um meðalhófsregluna. Helsta gagnrýnin virðist snúast um samráðsleysi og líklegar tafir á viðkomandi framkvæmdum um vikur eða nokkra mánuði. Gremjan byggir þá á því að efnahags- og byggðasjónarmið eigi að njóta vafans en ekki umhverfið og náttúran. Hver er þá spurningin sem þarfnast svörunar við? Hvort umhverfisráðherra þyki vænna um náttúruna en mannlífið? Og þá rétt að spyrja gagnrýnendurna hvort þeim þyki vænna um hagvöxtinn en náttúruna?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.8.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband