Þarf að breyta stjórnarsáttmálanum?

Ellert Schram skrifaði fyrir skömmu grein í Morgunblaðið um nauðsyn   þess að endurskoða stjórnarsáttmálann. Taldi hann,að aðstæður væru gerbreyttar og því nauðsyn endurskoðunar einkum að því er varðaði efnahagsmál.Í stjórnarsáttmálanum segir svo m.a. um efnahagsmálin:

 Eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. Stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verða tímasettar í ljósi þessara markmiða. Tryggja verður að íslensk fyrirtæki búi við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á. Mikilvægt er að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja tryggi vöxt þeirra og laði að starfsemi erlendis frá. 

Vissulega eru aðstæður breyttar síðan þessi markmið voru sett og mörg þeirra eru enn fjarlæg svo sem lágt vaxtastig og lág verðbólga.En ég tel,að markmiðin eigi að standa óbreytt og við að keppa að þeim. Það er ekki nauðsynlegt að endurskoða stjórnarsáttmálann, En það þarf að framfylgja honum betur. Og þar sem ákvæði eru óljós þarf Samfylkingin að tryggja framgang umbótamála fyrir láglaunafólk,aldraða og 0ryrkja.

Björgvin Guðmundson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Kristinn!

 Ég vil auka þorskveiðarnar. En raunar vil ég  einnig virkja og byggja fleiri álver.

Kv, BG

Björgvin Guðmundsson, 3.8.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband