Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Geir Haarde: Hagkerfið að jafna sig
Hagkerfið er að laga sig að breyttum aðstæðum, segir Geir H Haarde forsætisráðherra og nefnir hagstæðan vöruskiptajöfnuð sem dæmi um það. Hann segir að það sem ýmsir hafa kallað aðgerðarleysi hafi haft jákvæð áhrif.
Þetta kann að vera rétt hjá Geir.Vöruskiptajöfnuður er hagstæðari en áður og var með afgangi í júní. Teikn eru einnig á lofti um að verðbólgan fari að réna. En það er ekki nóg, Atvinnuástandið er mjög slæmt og staða margra fyrirtækja erfið.Það er líklegt,að ríkið verði að gera einhverjar ráðstafanir til þess að auka atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það ef að það er nóg að gera ekki neitt erum við þá ekki með of marga stjórnendur á jötunni ?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.