Er verið að mismuna eldri borgurum?

Stefán Ólafsson formaður Tryggingaráðs ritar grein á heimsiðu TR og fjallar um velferðarmáin.Ég taldi víst  ,að  þar yrði að finna nýjar upplýsingar um þau mál.En því miður. Þetta voru allt gamlar lummur.Ég varð fyrir vonbrigðum ,þar eð Stefán er í endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga,sem skila átti áliti 1.júlí um nýtt framfærsluviðmið lífeyrisþega. En hann sagði ekki eitt einasta orð um það.

Stefán sagði eftirfarandi i greininni:

Afkoma margra núverandi lífeyrisþega er ekki nægilega góð miðað við afkomu vinnandi fólks á Íslandi í dag, auk þess sem tekjur lífeyrisþega drógust aftur úr tekjum vinnandi fólks í góðæri síðasta áratugar.

Þetta er kjarnapunktur og það hefur enn ekkert verið gert til leiðréttingar á þessum atriðum.

Það er ekki nóð að setja falleg orð á blað. Það þarf að framkvæma lagfæringar.Þeir sem halda um stjórnartauma í ríkisstjórn og   í Tryggingastofun verða að lagfæra  það sem er að. Of lagfæringar eiga að vera a jafnréttisgrundvelli. Það er ekki nóg að lagfæra kjör þeirra,sem eru á vinnumarkaði. ÞAÐ

þarf einnig að lagfæra kjör þeirrra,sem ekki geta unnið vegna sjúkdóma og aldurs. Annað er mismunun og brot á jafnræðisregu.

 

Björgvin Guðmundssonn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband