Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Lífeyrir aldraðra: Leiðrétta á skerðingar strax
Það hringdi maður í Útvarp Sögu og vitnaði í viðtal við Jóhönnu,félagsmálaráðherra, í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Jóhanna,að hún væri ósátt við miklar skerðingar á tryggingabótum (m.a.skerðingar á 25 þús.kr. uppbótinni á eftirlaun) og að það yrði að leiðrétta þetta fyrir áramót.Maðurinn hneykslaðist á því hvað þessi leiðrétting ætti að taka langan tíma og sagði:Þetta á ekki að taka nema einn dag.Það á að leiðrétta þetta strax.Ég tek undir það. Það á að leiðrétta þessar skerðingar strax.Það á ekkert að skerða þessar 25 þús kr. og það á að setja 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði fyrir lífeyrussjóðstekjur eins og atvinnutekjur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.