Olíuhreinsistöð enn á dagskrá

Það er verið að vinna markvisst að málinu ytra þar sem næsti áfangi liggur, en það hefur tekið svolítið lengri tíma en björtustu vonir stóðu til,“ segir Ólafur Egilsson, stjórnarformaður Íslensks hátækniiðnaðar, sem hefur hug á því að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Ólafur segir gott hljóð í samstarfsaðilum fyrirtækisins í Rússlandi en að ekki sé hægt að tímasetja hvenær næsta skref verði stigið. Það yrði væntanlega umhverfismat á framkvæmdinni. „Næsta skref yrði væntanlega umhverfismat en af því að þetta er ekki á okkar valdi þá vil ég ekki tímasetja það. Við ýtum á og vonum að þetta gerist sem allra fyrst.Vegna þess að þetta eru það stórir aðilar og málið umfangsmikið þá tekur þetta lengri tíma. Það eru fleiri sem koma að ákvörðuninni og ferlið er svolítið flóknara en við þekkjum hér í okkar þjóðfélagi.“(mbl.is)

Hljótt hefur verið um olíuhreinsistöð að undanförnu en ljóst  er,að málið er enn á dagskrá og unnið að því.Má búast við,að umræður um málið blossi upp hér á landi þegar óskað verður umhverfismats.

Mikil andstaða er við ráðagerðina og telja margir,að umhverfisspjöll geti hlotist af byggingu stöðvarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Olíuhreinsistöð: Umhverfismat er næsta skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég vil ekki vera dónalegur, en hefur þú álit á framkvæmdinni? Ég gat ekki lesið neitt úr færslunni.

Villi Asgeirsson, 7.8.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Í mars sl. skrifaði  ég eftirfarandi:

Ekki líst mér á að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.Við Vestfirði eru einhver bestu fiskimið ndsins og ef olíuslys verður og mikil olía fer í sjóinn eru þessi fiskimið i hættu.Þarna er einnig mikil náttúrufegurð og olíuhreinsunarstöð fer illa þarna. Ef nauðsynlegt er að reisa hana ætti hún að rísa annars staðar.

Ég  skil vel ,að Vestfirðingar leiti að nýjum atvinnutækifærum eftir að kvótakerfið hefur farið mjög illa með byggðirnar vestra.Það,sem á að gera,er að breyta kvótakerfinu  enda verður að gera það eftir úrskurð mannréttindanfndar Sþ. Það verður að opna kerfið fyrir nýjum  aðilum og það verður að  breyta kerfinu þannig að allir sitji við sama borð. Það verður að afturkalla veiðiheimildir og setja á uppboð eða  úthluta að nýju. Það þarf að opna fyrir smábátunum,það mundi hjálpa Vestfirðingum mikið.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gott að heyra. 100% sammála.

Villi Asgeirsson, 7.8.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband