Vísitala sjávarafurða hefur hækkað um 44,7%

Vísitala framleiðsluverðs í júní 2008 var 153,0 stig  og hækkaði um 3,7% frá maí 2008. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 173,3 stig, sem er hækkun um 7,4% (vísitöluáhrif 2,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 195,1 stig, hækkaði um 3,4% (0,8%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,2% frá maí (0,0%). Vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 1,4% (0,3%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,4% (0,1%) milli mánaða en fyrir útfluttar afurðir hækkaði hún um 5,6% (3,6%).

Frá júní 2007 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 29,5% og verðvísitala sjávarafurða um 44,7%. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 36,1% á sama tíma en matvælaverð hefur hækkað um 14,1%.

Grunnur vísitölu framleiðsluverðs er endurmetinn árlega og frá og með júní 2008 byggir matið á upplýsingum Hagstofu Íslands um söluverðmæti framleiddra vara árin 2006 og 2007.-Framangreindar upplýsingar eru frá Hagstofunni.

Hækkunin á vísitölu sjávarafurða stafar af gengislækkun krónunnar  fyrst og  fremst og hærra verðs fyrir útfluttar sjávarafurðir af þeim sökum en einnig af nokkurri hækkun erlendis. Má segja,að hér sé að finna ávinninginn af gengislækkuninni en  tapið lendir allt á launþegum innan lands sem orðið hafa að taka á sig mikla kjaraskerðingu.

 

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband