Ásmundur er fulltrúi þeirra,sem sviptir hafa verið veiðiheimildum

Lögreglan á Suðurnesjum innsiglaði nú síðdegis Júlíönu Guðrúnu SE, bátinn sem Ásmundur Jóhannsson hefur ítrekað farið í veiðiferðir á frá Sandgerði þrátt fyrir að kvótann skorti.

Landhelgisgæslan kom í dag að bátnum norðvestur af Garðskaga. Fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð í bátinn og sigldu honum í land þar sem lögregla beið. Er þetta í þriðja skiptið sem höfð hafa verið afskipti af bátnum en í gær beið lögregla m.a. á bryggjunni þegar báturinn kom til hafnar úr veiðiferð.

Ásmundur vill með þessum veiðiferðum mótmæla íslenska veiðistjórnunarkerfinu, sem hann segir brot á atvinnufrelsi sínu og mannréttindum. Hann hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að fara með mál sitt fyrir mannréttindadómstól Evrópu ef með þarf, en hann hefur þegar verið kærður fyrir athæfið.

(mbl.is)

 

Þjóðin hefur mikla samúð með baráttu Ásmundar. Hann er í rauninni fulltrúi allra þeirra,sem sviptir hafa verið veiðiheimildum á sama tíma og fáir útvaldir hafa fengið mikla kvóta og getað braskað með þá að vild. Sumir þessara kvótakónga hafa selt kvóta sína fyrir milljarða og hætt veiðum. Það er siðlaust. Hvað ætla stjórnvöld að sitja lengi aðgerðarlaus og horfa á þessar aðfarir?

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Bátur Ásmundar innsiglaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það hægt að segja að hann hafi verið sviptur veiðiheimildum þegar hann seldi sinn kvóta fyrir 15 - 20 árum.

Viðar (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst það veikja baráttu Ásmundar mjög, að hann er einn af þeim sem fékk gjafakvóta í upphafi kvótalaganna. Hann seldi síðan þennan gjafakvóta og auðgaðist vel.    Þannig að hann er ekki besta dæmið í þessa baráttu fyrir ranglæti  kvótaúthlutunar.  En þessu skaðræðiskvótakerfi verur að breyta og taka mið af áliti SÞ.

Vonandi verður það þegar efnahagsöngþveitið er komið fyrir horn- og við að stefna á ESB... 

Sævar Helgason, 8.8.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Dunni

Björgvin.

Ásmundur fékk amk 100 milljónir fyrir sinn kvóta árið 1991. Af hverju á fólk að hafa samúð með honum.  Ég geri það ekki. En ég styð prinsippið sem hann berst fyrir nú.  Veiðiúthlutunin hefur mér alla tíð fundist óréttlaát.  Alla vega fengu menn alltof stuttan tíma til að átta sig á hlutunum áður en útspeguleraðir snillingar sáu hvernig þeir gátu nýtt sér hið nýja umhverfi í aflaheimildum.

Ásmundur var einn af þeim sem fékk kvóta sem er milljarða virði í dag þó hann hafi aldrei verið annað en stýrimaður. Hann var ekki meðalþeirra sem fengu úthlutað vegna aflareynslu.  En hann átti bát með skipstjóra sem fékk úthlutað drjúgum kvóta í upphafi vegna aflareynslu sinnar.

Nú er Ási eins og maður sem selt hefur húsið sitt en brýst inn í það af og til til að leita sér næturskjóls.  Hvað finnst þér Björgvin að eigi að gera við slíka menn?  Eru þeir hetjur?  Eiga þeir samúð þjóðarinnar skilið?

Dunni, 8.8.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þessi pistill hefði verið við hæfi fyrir 10 árum síðan. Ásmundur Jóhannsson hefði átt að hefja baráttu sína fyrr. Málið er aðeins flóknara nú en fyrir 10-15 árum síðan, m.a. vegna þess að stór hluti kvótans hefur skipt um hendur.

Einhversstaðar sá ég að fyrrnefndur Ásmundur Jóhannsson hefði grætt milljónir á því að selja kvóta sinn fyrir fyrir einhverjum árum síðan.

Getur verið að um tvískinnungshátt sé að ræða?

Vill hann - líkt og sumir aðrir - fyrst selja kvótann og síðan fá úthlutuðum nýjum kvóta til að selja?

Kveðja,

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.8.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Misréttið í kvótakerfinu fyrnist ekki,ekki fremur en mannréttindabrot.Þau fyrnast ekki. Kvótakerfið er jafn ranglátt í dag og áður þó miklar veiðiheimildir hafi verið seldar og margir grætt stórfé á því. Það er jafnvel enn ranglátara vegna þess.þégar ég segi,að Ásmundur sé fulltrúi þeirra,sem sviptir hafi verið veiðiheimildum á ég við,að  tiltölulega fáir útvaldir fengu fríar veiðiheimildir og hinir fengu ekkert og síðan var greininni lokað  og þeir sem vildu hefja útgerð fengu enga fría kvóta.Það var misrétti og brot  á stjórnarskránni.Framsalið var í upphafi hugsað til þess að færa á milli skipa í sömu eigu en það var aldrei ætlunin að  unnt væri að  selja kvótana og hætta.Með því voru menn að selja það,sem þeir  áttu ekki.Það er svipað og ef menn  seldu  leiguíbúðir,sem þeir hefðu á leigu en ættu ekki.

Ég viðurkenni,að það veikir stöðu Ásmundar,að hann skyldi  sjálfur  selja kvóta fyrir mörgum

árum.

Kv.BG

Björgvin Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 00:09

6 identicon

þetta er allt rétt og satt hjá þér, en hvernig eigum við að bakka með þetta kerfi?? maður kaupir kvóta upp að 20 tonnum fyrir 2ur árum á 20 millur og fiskar vel og heldur sæmilegum ballans en svo breytist kerfið og allir mega fiska og kvótin verður verðlaus, hvað á að gera við þessa sjómenn sem keyptu sinn kvóta ?

haukur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 03:16

7 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það má fara fyrningarleiðina,þ.e. fyrna veiðiheimildir smátt og smátt á ákveðnu tímabili og úthluta síðan á ný gegn gjaldi.

kv. BG

Björgvin Guðmundsson, 11.8.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband