Ísland vann Rússland í handbolta á OL

Íslenska landsliðið í handbolta vann góðan tveggja marka sigur á Rússum 33:31 í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Var sigurinn í raun aldrei í hættu þó að vottað hefði fyrir hinum ægilega „slæma kafla“ á tímabili í upphafi síðari hálfleiks.

Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum og skoraði heil tólf mörk. Þeir Arnór Atlason og Alexander Petersson sex mörk hvor. Ólafur Stefánsson fyrirliði og Sturla Ásgeirsson þrjú, Róbert Gunnarsson tvö og Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt mark.

 

Konstantin Igropolo var besti maður Rússa með átta mörk

Það er gaman að Ísland skyldi fá svona góða byrjun í handbolta á OL.Væntanlega verður framhaldið einnig gott. Það gekk ekki eins vel í öllum öðrum greinum á OL.T.d. tapaði Ísland í  badminton en íslenki  þáttakandi var meiddur á fæti.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband