Ætla Rússar að ná Georgíu undir sína stjórn

Evrópusambandið hvatti Rússa í kvöld til að virða fullveldi og landamæri Georgíu og viðurkennd alþjóðleg landamæri ríkisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Frakkar sendu frá sér fyrir hönd ESB.

Þar segir einnig, að hernaðaraðgerðir Rússa gegn Georgíu kunni að hafa áhrif á samskipti ESB og stjórnvalda í Moskvu.(mbl.is)

Það má nú heita,að styrjöld geysi milli Rússlands og Georgíu.Rússar hafa sent mikið herlið inn í landið og gera loftárásir á höfuðborgina.Sjaldan ber einn sök þegar tveir deila. En  vonandi tekst að leysa þessa deilu friðsamlega. Ef Rússar láta kné fylgja kviði og þvinga Georgíu  með hervaldi undir sína stjórn bætir það ekki samskipti þeirra og vestrænna ríkja.Fram til þessa hafa þeir átt fullt í fangi með að sýna fram á,að þeir virði mannréttindi og lýðræði.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is ESB gagnrýnir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband