Bubbi tapaði öllum sparnaði sínum

Bubbi Morthens segir frá því í Mbl. í dag,að hann hafi tapað öllum sparnaði sínum með því að fjárfesta  í hlutafélögum,sem hrundu á hlutabréfamarkaðnum. Hann nefnir þar Fl Group,Exista og Eimskip.Hann keypti hlutabréf fyrir sparifé sitt en tók ekki lán til þess að fjárfesta.Hann hefur því tapað  ollu sparifé sinu. Hann segir,að margir eigi um sárt að binda nú vegna þess hvað þeir hafi tapað miklu.Þetta dæmi Bubba sýnir,að aldrei er of varlega farið.Það er óvarlegt að kaupa hlutabréf fyrir allan sinn sparnað.Betra er að vera með eitthvað á hávaxtabókum  í bönkunum þó  vextir þar nái varla verðbólgunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband