Þórunn heldur fund á Húsavik

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. Kristján Möller samgönguráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi mun einnig ávarpa fundinn.

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir, að þau Þórunn og Kristján muni ræða málefni kjördæmisins, þar á meðal nýlegan úrskurð umhverfisráherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Sá úrskurður hefur sætt harðri gagnrýni á svæðinu. (mbl.is)

Það er  vel til fundið hjá Þórunni að halda fund með Húsvikingum um Bakkamálið. Með því mun hún hreinsa andrúmsloftið og leyfa heimamönnum að koma sínum sjónarmiðum að.Þórunn á þakkir skilið fyrir að halda fundinn.

Björgvin Guðmundsson'

 


 


mbl.is Þórunn boðar til fundar á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband