Samstarfi við Ólaf F. slitið!

Viðræður standa yfir um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir því að gengið verði formlega  frá samkomulagi um meirihlutasamstarfið síðar í dag.

Gert er ráð fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, verði borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi framsóknarmanna, verði formaður borgarráðs.

Þetta er fjórði meirihlutinn, sem myndaður er á kjörtímabilinu, sem hófst vorið 2006. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu fyrsta meirihlutann að loknum borgarstjórnarkosningum. Sá meirihluti sprakk í október 2007 og Samfylking, VG, Framsóknarflokkur og F-listi mynduðu meirihluta. Í janúar á þessu ári gekk Ólafur F. Magnússon, F-lista, hins vegar til liðs við sjálfstæðismenn og myndaði þriðja meirihlutann, sem nú hefur verið slitið.(mbl.is)

Óskar Bergsson,borgarfulltrúi Framsóknar, hefur neitað því undanfarið,að nýtt meirihlutasamstarf íhalds og framsóknar væri í undirbúningi. En svo virðist samt vera. Hann var einnig skuldbundinn Samfylkingu og VG um samstarf út kjörtímabilið. En ef hann gengur til samstarfs við íhaldið rýfur hann samstarfið við vinstri flokkana.Íhaldið hafði einnig gert samkomulag við Ólaf F. um að hann yrði borgarstjóri  fram í mars en það samkomulag verður rofið.Menn virðast orðnir vanir því  í borgarstjórn að rjúfa gerða samninga!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband