Nýi meirihlutinn eins valtur og sá eldri

Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni   Ágústsson og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni.

Samkvæmt þessu er nýi meirihlutinn eins valtur og sá eldri. Margrét Sverrisdóttit,varamaður

Ólafs F. studdi ekki  meirihluta íhalds og Ólafs. Marsibil ,varamaður Óskars, styður ekki  nyjan meirihluta íhalds og Framsóknar. Óskar má því ekki forfallast þá er meirihlutinn fallinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband