Óskar byrjaði á því að segja ósatt!

Í nokkra daga hafa fjölmiðlar sagt,að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru að mynda meirihluta í borgarstjórn. Fréttblaðið sagði frá þessu fyrst og virtist hafa góðar heimildir fyrir því.En Óskar Bergsson,borgarfulltrúi Framsóknar neitaði því blákalt þegar fréttamenn spurðu hann,að meirihluti þessara tveggja flokka væri í burðarliðnum.Það er nú komið í ljós,að hann var að segja ósatt við fréttamenn,ef til vill vegna þess að hann var skuldbundinn Tjarnarkvartettnum og með því að semja við íhaldið var hann að svíkja samkomulagið við Tjarnarkvartettinn.

Þegar Hanna Birna og Óskar Bergsson gengu brosandi fram fyrir myndavélarnar í gærkveldi og þóttust ætla að fara að semja um meirihlutasamstarf var allt frá gengið. Þetta var aðeins leikrit fyrir sjónvarpið.Það var búið að semja um allt bak við tjöldin og þar komu við sogu formenn beggja flokkanna,Geir Haarde og Guðni Ágústsson. Guðni er það málglaður,að hann gat ekki stillt um að tala af sér fyrir nokkrum dögum um samstarf íhalds og framsóknar í borgarstjórn.Það virðist ekkert vera að marka eða að treysta á samninga,sem borgarfulltrúar í dag gera hver við annan. Íhaldið samdi við Ólaf F. um að hann yrði borgarstjóri fram í mars. Það er svikið vegna þess að íhaldið hrapaði í skoðanakönnunum og  Ólafur vildi halda við þau stefnumál,sem hann kom inn í málefndasamning og íhaldið samþykkti í upphafi. Halda samningar betur nú. Það er óvíst. Alla vega telja leiðtogar íhaldsins sig geta svikið gerða samninga og þeir geta alveg eins svikið samninga við Óskar eins og við  Ólaf F.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband