Hringlið i borgarstjórn kostar skattgreiðendur 13,6 millj. í biðlaun borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson hafa báðir þegið biðlaun frá Reykjavíkurborg, eftir að hafa látið af embætti borgarstjóra. Ólafur F. Magnússon bætist í hópinn á auka borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Vilhjálmur  fékk  biðlaun í sex mánuði.

Dagur B. Eggertsson tók við af Vilhjálmi og lét af embætti um 3 mánuðum síðar. Hann fékkí biðlaun í 3 mánuði. Þá tók við Ólafur F. Magnússon, sem víkur á fimmtudag og fær þá biðlaun í þrjá mánuði, til 21. nóvember.

Þetta eru samtals 12 mánaða biðlaun á 13 mánuðum. Laun borgarstjóra eru hin sömu og forsætisráðherra, 1.137.456 krónur á mánuði. Samtals greiða skattgreiðendur í Reykjavík því um 13.650.000 krónur í biðlaun borgarstjóra á þessum 13 mánuðum.

Þetta er forkastanlegt. Hringlið og valdabaráttan og valdagræðgin kostar skattgreiðendur 13,6 millj.kr. Ef borgarfulltrúar sýndu meiri ábyrgðartilfinningu og virtu gerða samninga mætti spara mikla fjármuni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband