Föstudagur, 15. ágúst 2008
Hringlið i borgarstjórn kostar skattgreiðendur 13,6 millj. í biðlaun borgarstjóra
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson hafa báðir þegið biðlaun frá Reykjavíkurborg, eftir að hafa látið af embætti borgarstjóra. Ólafur F. Magnússon bætist í hópinn á auka borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Vilhjálmur fékk biðlaun í sex mánuði.
Dagur B. Eggertsson tók við af Vilhjálmi og lét af embætti um 3 mánuðum síðar. Hann fékkí biðlaun í 3 mánuði. Þá tók við Ólafur F. Magnússon, sem víkur á fimmtudag og fær þá biðlaun í þrjá mánuði, til 21. nóvember.
Þetta eru samtals 12 mánaða biðlaun á 13 mánuðum. Laun borgarstjóra eru hin sömu og forsætisráðherra, 1.137.456 krónur á mánuði. Samtals greiða skattgreiðendur í Reykjavík því um 13.650.000 krónur í biðlaun borgarstjóra á þessum 13 mánuðum.
Þetta er forkastanlegt. Hringlið og valdabaráttan og valdagræðgin kostar skattgreiðendur 13,6 millj.kr. Ef borgarfulltrúar sýndu meiri ábyrgðartilfinningu og virtu gerða samninga mætti spara mikla fjármuni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.