Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Dekrað við útlenskuna
Það er með eindæmum hvað fjölmiðlamenn og sölumenn dekra við erlendar slettur.Þegar hlustað er á útvarp og flett auglýsingum í dagblöðum eru alls staðar ensku slettur.Í útvarpi má heyra gott "sound" ,þetta er " cool",komdu í "settið",o.s.frv. o.s.frv fyrir utan allar setningarnar,sem eru bein þýðing á ensku og eiga ekkert erindi í íslensku eins og t.d. "hafðu góðan dag".Nú tröllríða enskuslettur öllum bilaauglýsingum og allt í einu eru allar útsölur á bílum orðnar " outlet". Þetta orð hefur áður verið notað yfir útsölu á fatnaði sem þykir ekki lengur í tísku í fataverslunum eða hefur þurft að rýma fyrir nýrri fatnaði. Við eigum nóg af góðum íslenskum orðum yfir þetta allt saman og þurfum ekki að nota ensk orð. Fjölmiðlamenn og sölumenn þurfa að taka sig á.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einn sem ég þekki segir alltaf, ertu ekki að djóka. Kona nokkur sem bloggar töluvert talar alltaf um húsbandið sitt. Ég held hún eigi við eiginmanninn. Svona mætti lengi telja.
Kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.