Eldri borgarar fá hungurlús

Á heimsíðu Tryggingastofnunar ( www.tr.is) má sjá bætur hinna ýmsu  lifeyrisþega.Þar er reiknivél og unnt að  reikna út lífeyrinn miðað við mismunandi forsendur. Heimasíðan er mjög góð.Athyglisvert er að  lífeyrir eldri borgara er alltaf óbreyttur. Hann hefur ekkert hækkað.Lífeyrir elllífeyrisþega,sem ekkert hafa nema bætur almannatrygginga er   tæpar 136 þús á mánuði fyrir skatt eða 121.409 kr. eftir skatt. Þetta hefur verið svo lengi.Þessi hópur fær nú 8-9 þús. kr. frá ríkissjóði eftir skatta og skerðingar sem uppbót á lífeyri sinn.Sá sem hefur t.d. 50  þús. á mánuði úr lífeyrissjóði fær að sjálfsögðu enga uppbót. Lífeyrir hans frá Tryggingastofnun hrapar í 111  þús. á mánuði,lækkar um 25 þús. fyrir skatta. Eftir skatta fær þessi lífeyrisþegi 105 þús. kr. á mánuði frá TR.Vegna skerðinga halda lífeyrisþegar ekki nema helmingi af lífeyri sínum úr lífeyrirsjóði  og síðan eru þessar lífeyrissjóðstekjur einnig skattlagðar.Því var lofað,að lífeyrir eldri borgara yrði leiðréttur 1.júlí sl. en ekkert hefur enn verið gert í því.Lífeyrir eldri borgara er skammarlega lágur.Þegar húsaleiga fyrir litla 2ja herbergja íbúð er komin yfir l00 þús. á mánuði sést hvílík hungurlús það er sem eldri borgurum er skömmtuð'.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband