Rússar geta ekki stjórnađ Georgíu

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, stađfesti í dag ađ Rússar munu byrja ađ flytja her sinn frá Georgíu á morgun.  Í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum kemur fram ađ Medvedev hafi fullyrt ţetta í símafundi međ Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta.

Sarkozy varađi Medvedev viđ ţví ađ standi Rússar ekki viđ skuldbindingar vopnahléssamningsins, myndi ţađ hafa í för međ sér alvarlegar afleiđingar og skađa samskipti Rússa og Evrópusambandsins.

Medvedev skrifađi undir sáttamála um ađ binda endir á átök í Georgíu í gćr, degi eftir Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu.(mbl.is)

Rúrssar hafa gengiđ mjög harkalega fram í Georgíu.Hafa ţeir lagt fjölda húsa í rúst og drepiđ saklausa borgara. Er furđulegt,ađ ţetta skuli hafa getađ átt sér stađ milli fyrrum vinaríkja innan Sovetríkjanna.Rússum hefur gramist ţađ mjög,ađ Georgía vćri ađ nálgast vestrćn ríki meira og meira og hygđi jafnvel á ađild ađ NATO. En Georgía er sjálfstćtt ríki og Rússar geta ekki stjórnađ ţví.

 

Björgvin Guđmundsson


mbl.is Rússar hefja brottför hersins á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá ţér, Björgvin, ţađ var ţér líkt ađ vaka yfir ţessu máli. Og ţetta minnir mig á, ţegar ţiđ félagarnir (... Karlsson, nafninu stoliđ úr mér) sáuđ í mörg ár um fréttaskýringaţáttinn um alţjóđamál í Ríkisútvarpinu í gamla daga. Ţađ voru góđir ţćttir.

Ţađ er sannarlega vonandi, ađ áform Rússa um frambúđar-hersetu í Georgíu mistakist og ađ landiđ komist í skjól NATO. Afar margar fréttaskýringagreinar um máliđ allt hafa veriđ skrifađar á hina frábćru Moggabloggsíđu hins herstjórnarfróđa Júlíusar Sigurţórssonar og full ástćđa til ađ vísa lesendum á greiningu hans á atburđum og fróđlegar umrćđur í athugasemdunum ţar á eftir. Sjálfur hef ég ritađ marga pistla um máliđ (og svolítiđ um viđsjárnar í sambandi viđ eldflaugavarnarkerfiđ í Póllandi), sjá yfirlit hér, og ţessi grein er nýjust: Innrás Rússa í Georgíu var ţaulskipulögđ a.m.k. frá apríl.

Međ góđri kveđju, 

Jón Valur Jensson, 18.8.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Björgvin Guđmundsson

Sćll!

Ţó vísar hér til  Efst á baugi,sem viđ Tómas heitinn Karlsson  önnuđumt   í mörg ár, 1960- 1970.Ţátturinn var vinsćll enda var sjónvarpiđ ekki komiđ til sögunnar,ţegar viđ byrjuđum međ ţátttinn  og hann var   á besta hlustunartíma.Ég er enn alltaf ađ hitta menn sem hlustuđu alltaf á ţáttinn.

Bestu kveđjur

Björgvin

Björgvin Guđmundsson, 18.8.2008 kl. 10:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband