Óskar ræður sér ekki fyrir kæti

Marsibil,varaborgarfulltrúi Óskar Bergssonar,sagði sig úr Framsókn í gær. Menn hefðu haldið ,að  Óskar Bergsson yrði hnugginn við þessi tíðindi.En það er nú öðru nær. Hann ræður sér ekki fyrir kæti.Þegar hann er spurður um úrsögnina segir hann,að það sé mikil ánægja með samstarfið við íhaldið. Hann finni fyrir miklum stuðningi  í framsókn.Og svo bætir hann við: Átökunum er lokið. Það  er engu líkara en,að Marsibil hafi verið einhver friðarspillir.

Óskar er svo glaður yfir,að vera kominn í faðm íhaldsins,að hann veit ekki hvernig hann á að láta. Hann fær að vera fundarstjóri borgarráðs,fær að raða málum á dagskrá en hann mun engu ráða. Íhaldið  ræður öllu með sína 7 borgarfulltrúa og borgarstjórann. En hverju breytir það  ef Framsókn fær að vera með íhaldinu.Þetta er bara eins og í gamla daga í ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband