Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Svikabrigsl ganga á milli Ólafs F. og Hönnu Birnu
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, sakar Hönnu Birni Kristjánsdóttur, tilvonandi borgarstjóra, um ósannindi þegar hún segist ekki hafa séð gögn, sem Ólafur las upp úr á blaðamannafundi í gær.
Yfirlýsing Ólafs er eftirfarandi:
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagst lágt í málatilbúnaði sínum og sagt mig ljúga þegar ég greini frá alvarlegum staðreyndum í fjármálum borgarinnar. Það liggur fyrir að tekjur borgarinnar eru undir áætlunum og afar erfitt verður að standa undir fyrirhuguðum útgjöldum. Því er nauðsynlegt að ekki sé efnt til nýrra stórframkvæmda sem hvorki eru í 3 ára fjárhagsáætlun borgarinnar eða í forgagnsröðun málefnasamnings fráfarandi meirihluta en þar er lögð áhersla á að verja velferðarþjónustuna.
Þegar ég sit undir ásökunum um ósannindi varðandi fjármál borgarinnar verð ég að vitna í gögn til að hrekja slíkar fullyrðingar. Það hef ég nú gert. Þá segist oddviti Sjálfstæðisflokksins og verðandi borgarstjóri aldrei hafa séð þessi gögn. Það er auðvitað fjarstæða, enda fráleitt að oddviti Sjálfstæðisflokksins viti ekki um þessi mál.(mbl.is)
Maður freistast til þess að trúa Ólafi,þar eð ótrúlegt er,að hann spinni upp sögur við brottför úr embætti. Hins vegar er það mjög óþægilegt fyrir íhaldið að Ólafur skuli fletta ofan af ýmsum málum á lokadögum sínum sem borgarstjóri.
Björgvin Guðmundsson
Sakar Hönnu Birnu um ósannindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin, það er spurning hvað hver græðir á þessu skítkassi. Ég hef þá trú að í borgarstjórn hafi ríkt mikill glunroði og trúlega best að senda þau öll á frystitogara...segi nú svona
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.8.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.